Garibaldi: Helstu ritstörf

 

Garibaldi er fæddur í Reykjavík 1954 og hefur gefið út níu ljóðabækur og þýtt bæði skáldskap og fræðirit. Hann er MA í samanburðarbókmenntum frá University of British Columbia í Vancouver í Kanada. Handrit hans að sjónbaugum hlaut sérstaka viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2000.

 

Upp úr aldamótum vakti Garibaldi athygli fyrir skelegga baráttu fyrir málefnum barna og feðra þegar hann var formaður Félags ábyrgra feðra sem nú heitir Félag um foreldrajafnrétti.

 

Ljóð hans þykja minna á ferðaljóð þar sem mikið vald á tungumálinu og myndmáli ríkir ofar öðru. Oft er ort um náttúru og tækni, margbreytileika borgarlífsins, og samband fólks í millum. Í smásögum hans sýnir hann mikla innsýn í samskipti kynjanna, bæði almennt og á sviði kynlífsins, en efnið er fjölbreytt.

 

Garibaldi hefur einnig birt ljóð og smásögur í blöðum og tímaritum bæði íslenskum og erlendum, ásamt greinum um bókmenntir og þýðingum fræðiritgerða um bókmenntafræði. 

 

Ritverk Garibalda

 

Hægt er að smella á bláleita titla til að opna viðkomandi texta í nýjum glugga.

Ljóð 

Smásögur

Þýðingar skáldverka

Fræðirit

Þýðingar fræðirita

Ýmsar fræðigreinar

Handbók

Ljóð

 

Smásögur

 • Faðerni og fleiri sögur  Reykjavík. GB útgáfa. 2015

 

Þýðingar skáldverka

 • A Maze of Gazes. Selected Poems 1997-2007. Þýtt úrval eigin ljóða á ensku. Garibaldi ehf. 2017

 • Blóð á striga. (ljóðaþýðingar úr ensku; ýmsir höfundar). Reykjavík. GB útgáfa. 2008

 • Hikaru Okuizum. Steinarnir hrópa. (Þýtt úr ensku). Reykjavík. GB útgáfa. 2007

 • Christopher Nolan. Undir augliti klukkunnar.  Reykjavík. Ísafold. 1988

 • Maya Angelou. Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur.  Reykjavík. Bókhlaðan. 1987

 • D.H. Lawrence. Refurinn.  Reykjavík. Bókhlaðan. 1985

 • William Golding. Erfingjarnir.  Reykjavík. Bókhlaðan. 1983

 

Fræðirit

 • Sögunarkarl, goðverur, sjálf. Greinar um bókmenntir.  Reykjavík. GB útgáfa. 2015

 • Völundarhús sjónlínanna. Reykjavík í ljósmyndum og ljóðum á tuttugustu öld. Grein/sýningarskrá. Í tengslum við sýninguna Reykjavík. Ljóð – mynd  Reykjavík. Árbæjarsafn. 1997 

 

Þýðingar fræðirita

 • Jacques  Derrida. Sporar. Stílar Nietzsches.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands [BHÍ]. Reykjavík. 2003

 • Naomi Rosenblum. Stefnur í bandarískri ljósmyndun 1890-1945.  Ritstjóri Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 1999

 

Ýmsar fræðigreinar

 •  Smágrein um Ástu Sigurðardóttur í Dictionnaire des créatrices í Frakklandi. Aðstoð við ritstjórn íslenska hlutans (á vegum RIKK). 2010

 • Alsætt líkamsvald. Um Michel Foucault.“ Formáli að Michel Foucault, Alsæi, vald og þekking. Ritstj. Garðar Baldvinsson. Reykjavík. BHÍ. 2005

 • Meyjarhaft Derrida. Þýðingar í ljósi afbyggingarfræða“. Formáli að Jacques Derrida, Sporar. Stílar Nietzsches. Reykjavík. BHÍ. 2003

 • Formáli“. Spor í bókmenntafræði 20. aldar: Frá Shklovskíj til Foucault. Ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir. BHÍ. Reykjavík. 1991

Handbók

 • Ertu að skilja? Handbók fyrir feður í skilnaðarhugleiðingum  Reykjavík. GB útgáfa. 2006

 

Ritstjórn bóka

 • Íslandslag. Íslensk-kanadískar bókmenntir frá 1870 til nútímans  Ýmsir höfundar. Reykjavík. GB útgáfa. 2006

 • Michel Foucault. Alsæi, vald og þekking  Reykjavík. BHÍ. 2005

 • Christian Metz. Táknmynd ímyndunarinnar  Reykjavík. BHÍ. 2004

 • Feður og börn á nýrri öld  Reykjavík. Félag ábyrgra feðra. 2003

 • Hugtakaforði í bókmenntafræði samtímans  (Tilraunaútgáfa; ásamt öðrum) Reykjavík. Ástráður Eysteinsson. 1996

 • Spor í bókmenntafræði 20. aldar: Frá Shklovskíj til Foucault  Ásamt Kristínu Birgisdóttur og Kristínu Viðarsdóttur. Ýmsir höfundar. Reykjavík. BHÍ. 1991

 • Ismar: Marxismi og raunsæi  Ásamt öðrum; ýmsir höfundar. Reykjavík. BHÍ. 1990

 

Ritstjórn tímarita

 • Ice-Floe. International Poetry of the Far North  Í ritstjórn ásamt fleirum. Aðalritstjórar Shannon Gramse og Sarah Kirk. Bandaríkin. University of Alaska. 2011-2013. 

 • Jón á Bægisá. Tímarit þýðenda  Reykjavík. Ormstunga. 2004

 • Tímarit Háskóla Íslands  Reykjavík. HÍ. 1997-1998

Önnur ritstjórn

 • Gunnar Hörður Sæmundsson. Faxaflóahafnir – landtengingar. Rafmagnsmál – greining. Áfangaskýrsla 15. apríl 2019. Reykjavík. Sætækni ehf.

 • „Íslenskur bókmenntavísir“. Netútgáfa á snara.is 2012. (Fellt niður á snara.is 2018.)

 • Reykjavík. Ljóð – mynd. Sýning á ljóðum og ljósmyndum. Reykjavík. Árbæjarsafn. 1997. (Garibaldi annaðist val ljóð og ljósmynda. Sýningin var sett upp aftur að hluta á göngum aðalbyggingar Háskóla Íslands árið 2000.)

 

Erindi

 • „Þ becomes D: reality and metaphore in Icelandic-Canadian literature.“ Flutt á ráðstefnunni Man, Culture and Nature in Canada and Iceland, sem haldin var í Háskóla Íslands, sameiginlega af HÍ og University of Manitoba. Reykjavík. 2008

 • „Menningarárekstrar í Kanada á 19. öld og á Íslandi á 21. öld.“ Flutt á málþingi Kópavogsbæjar og Reykjavíkur-akademíunnar. Kópavogi. 2006

 • „Foreldrasvipting leggur líf barnanna í rúst“. Flutt á kynningarfundi Kjarks, sjálfshjálparhóps vegna ofbeldis, í Glerárkirkju á Akureyri, 28. febrúar 2004

 • „Hund-Tyrkinn og réttur til fjölskyldulífs“. Flutt á málþingi Félags ábyrgra feðra. Feður og börn á nýrri öld. Reykjavík. 15. maí 2004

 • „Feður og tíðarandi“. Flutt á málþinginu Feður og föðurhlutverkið – Breytingar á föðurhlutverkinu og stöðu feðra. Morgunverðarþing fjölskylduráðs á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Reykjavík. 15. maí 2002

 • „Tveir karlmenn sem böðuðu sig í ljósi heimsins: Um Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur.“ Flutt á Skáldsagnaþingi Heimspekideildar HÍ. Reykjavík. Mars 2001 (endurfl. á Skriðuklaustri í ágúst 2001.)

 • „The rabbit-hole of Iceland“. Um breskar ferðabókmenntir um Ísland útfrá skáldsögu Kristjönu Gunnars, The Prowler. Flutt á alþjóðlegri ráðstefnu International Congress of Comparative Literature. Edmonton, Kanada. 1994

 • „Displacement within historical contexts“. Um myndmál í bók Toni Morrison, Beloved. Flutt á ráðstefnu í University of British Columbia. Vancouver. Kanada. 1993

Útvarpsefni

 • „ljóð ó ljóð“. Stjórn og ritstjórn ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni. Þrír þættir um ung ljóðskáld á Íslandi. Ekki til á prenti. Ríkisútvarpið. 1985

 • „Safn örsagna“. Ekki til á prenti. Ríkisútvarpið. 1984

 • „Á háa c-i hergöngulagsins“. Ljóð. Ekki til á prenti. Ríkisútvarpið. 1984

 • „Hver er sinnar gæfu smiður?“ Smásaga. Ekki til á prenti. Ríkisútvarpið. 1983

Væntanlegt

 • Fuglar í búri. Valin ljóð eftir afrísk-bandarísk skáld. Áætluð útgáfa í mars 2021, útg. Garibaldi ehf.

 

Auk þess hefur Garibaldi þýtt fjölda einstakra ljóða, smásagna og fræðiritgerða, sjá Þýðingar.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Garibaldi  ehf
tölvupóstur garibaldi@garibaldi.is
© Garibaldi
iceland-flag-xl.jpg