Vegferð í myrkri

 

Efnisyfirlit

Heimurinn og ég

Mynd Guðs

Guð

Atómbömmer

Vetrarbörn

Vetrarmorgunn

Hugleiðing fyrir próf

Ljós lífsins

Hamlet hinn danski

Ástardraumur

Sigrún

Ástin
Sálnarönd

Sál mín

Jafnvægi

Fortíðin

Skínandi gleði

Spegilmynd sjálfsins

Þunglyndi

Vonleysi

Af ystu nöf

Ég?

Myrkviðir

Lífssýn

Lífið er leikur

Einsemd

Hörkutól

Draumar

Tíminn

Lífið

Til baka

Vegferð í myrkri  1983

Útgefandi höfundur.

Kápuhönnun höfundur.

Myndir Helgi Örn Helgason.

Vegferð í myrkri  er fyrsta bók höfundar og gefin út honum til yndisauka.

Ljóðin bera merki þess að vera fyrstu ljóð – en auðvitað ekki æskuverk því Garibaldi var 29 ára þegar bókin kom út.

Ljóðin fjalla um ástina, bernskuna og margvíslega erfiðleika hennar, og má finna enduróm þessara efna í síðari bókum Garibalda.

Í eina ritdóminum sem birtist var bent á að Steinn Steinarr hefði einnig alist upp við erfið kjör en tekist að gera úr þeim efnivið stórkostlegan skáldskap.

Eftir að bókin kom út einhenti Garibaldi sér í stíft og langt háskólanám í bókmenntafræði og sendi ekki frá sér ljóðabók í 14 ár og var það sjónhimnur sem kom út 1997 og síðan 5 bækur í viðbót næstu tíu árin.

Helgi Örn Helgason beitti nýstárlegri tækni við gerð mynda í bókinni. Tæknin byggir á bogaformum japanskra leturtákna með mjóum oddum en breiðari miðjum. Helgi dregur formin þó stundum út í fígúratífari mót. Myndirnar teiknaði hann á síður í símaskrá. Sjást því í flestum myndanna nafnarunur í fjórum dálkum með heimilisföngum og símanúmerum. Þetta má t.d. sjá í ljóðinu Hörkutól

Eins og alltaf í samstarfi Garibalda og Helga er val myndanna í höndum höfundar, þ.e. Helgi lætur í té mismikinn fjölda mynda sem höfundur velur úr og tengir við einstök ljóð. Er því ekki um hefðbundnar myndlýsingar að ræða.