Órans vængir 2006.

Útgefandi GB útgáfa.

93 bls.

Mynd á kápu: Garibaldi.

Órans vængir skiptist í fjóra kafla og fjalla um ýmsa óra, myndlist og tækni.

 

Fyrirbærið dárabátar er aldagamalt og fólst í að í evrópskum borgum var fólk sem sagt var tala tungum eða vitleysu flutt á sérstökum bátum burt frá hinni viðkvæmu byggð og menningu hennar út í náttúruna, sem lengst í burtu. Þetta var síðar einnig gert við geðsjúka og holdsveika. Einn kafli bókarinnar heitir „dárabátar“ og rennur það minni um flest ljóð bókarinnar til að efla kenndina um hið undarlega, ótrúlega og það sem gengur gegn hefðbundnum skilningi á menningu. Michel Foucault fjallar nokkuð um þetta myndmál, t.d. í bókinni Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenn­­ingar (Matthías Viðar Sæmundsson ritstj., þýð. Ólöf Pétursdóttir og Garðar Baldvins­son, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1998).

órans vængir

 

Efnisyfirlit

 

dárabátar

ör

endurkoma

satúrnus

speglasalir

stundum

hljóðhvíld

sköpunarþr

skafl

hvinur

boddi

babel

vatnaliljur

Hans

Grapelli

dansmær

svo ung

svalbláir órans vængir

mær

stafir

lilja

kyrrð

rimlar

hvatberi

augu

lífhár

skíraradóttir

óður

dagatal

í kóngabláum ramma

ljóðnótt

gyllingar

gloría

á listatúninu

á listatúninu

skrumstofan

te

sægreifar

rispur

eldklerkur

abstrakt (bogi)

flóðljós þrá

stangaðir fiskar

flóðljós

sjónþráð

riddarinn

dögurður

ást

Verð kr. 2.490.-

Panta órans vængi.

Til baka

 
 
 

Dárabátur (Stultifera Navis) var þýtt á latínu 1497 en sumar tréristurnar í bókinni kunna að vera eftir Albrecht Dürer. 

Dárabátur.

Titilsíða útgáfunnar frá 1549.

Dárabátur

eftir Hieronymus Bosch, 1490-1500

Olía á við

Stærð: 58 cm × 33 cm

Staðsetning: Louvre, Paris

Dárabatur (nútímaþý. Das Narrenschiff, lat. Stultifera Navis, á miðaldaþý. Daß Narrenschyff ad Narragoniam) er skopleg táknsaga sem skrifuð var á þýsku og gefin út 1494 í Basel í Sviss og var höfundur  húmanistinn og guðfræðingurinn Sebastian Brant. Frægust er þessi bók fyrir dárabátana en hún var þýdd á fjölda tungumála.

Hugmyndin um fíflaskap var oft notuð fyrir siðskiptin til að gera gagnrýni hærra undir höfði. Myndmálið notuðu t.d. þeir Erasmus frá Rotterdam í Lofi heimskunnar (1509; þýð. Þröstur Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason, Hið íslenska bókmenntafélag, 1990) og Marteinn Lúther í bókinni Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar. Um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520  (þýð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Hið íslenska bókmenntafélag, 2012). Við konungshirðir var fíflum einatt leyft að segja nánast hvað sem er. Í þessum anda leyfðist Brant að skrifa snarpa gagnrýni á kirkjuna og Lútheri að gagnrýna aðalinn. William Shakespeare notaði iðulega fífl en frægast er það líkast til í verkinu Lér konungur.

Ljóðin voru upphaflega ort í tilraunaskyni út frá gömlum hugmyndum um að fanga umhverfishljóð og myndir inn í ljóðlínurnar. Skáldið teiknaði einnig myndir inn í drögin og fylgja þær hér að gamni á víð og dreif.

órans vængir

 

 

 

 

tileinkað vini mínum Ágústi Hirti

 

 

 

dárabátar

 

 

 

ör

 

sögð orð

hljóð

þögn

 

lifandi lík

svo lifandi

 

að opna dyr

vænta blóðbaðs

opna ekki dyr

 

ör á handlegg

ör í skapi

ör brot

 

stökk hún

eða datt

af dáranna bát

 

endurkoma

 

á skáskornum vegg boðar afi

endurkomu ömmu

og klukkan úr borgundar

hólminum

slær tólf

dáradrápur að handan

 

atlot geta öllu breytt

og gefið aftur og aftur

auglit rennilæst nei

að baki þel

úr ullarkenndu

jái

satúrnus

 

lygi flóir

um eyru

eyrun þín litlu

og svolítið snúnu

 

þörf fyrir nálægð

dárabátur á hafi

mannsins draumur

 

glermeistari brýtur rúðu

flugdreka skal gera þrjá

hér er veruleikinn maður

 

kona sýgur brjóst mín

hver er þar

að gæta bróður míns

 

þráhyggja kavíar

andlitsbað

víkjandi naut og Satúrnus

 

speglasalir

 

ómark innra lífið

uggvekjandi einangrun

og litla barnið dó

 

speglasalir götunnar

afleikinn fjallvegur

engir páskar í ár

 

gullströndin lifnar

með hoffmannsdropum

 

hafið sem bíótjald

mikið um sel

ísjakar sem landslag

borgar

 

hnífsegg storkar uppistandi

gljái blaðsins ríður gandi

stigamenn hypja sig á brott

 

hvers kyns vera

dárabátsins mastur

tálgað á skurðstofu

 

blýantsstrik

svo fín að varla sjást

líkust skugga

 

sem margföld ló

hvít þekja

í ramma

 

 

stundum

 

stundum

verð ég að horfa á mynd þína

sjá ómótað nefið

milli barnslegra augna

og bogamyndaðra vara

 

sjá þig blása á kertin sex

á brúnni tertu með smart ís

 

ímynda mér hendur þínar

glettnislegt augnaráðið

er þú nefnir ómútaður

uppáhalds rapparann

eða ráðleysi ennisins

 

djúpt sokkið í hugleiðingu

um hvernig deila skuli

tugabrotum

í dárabátnum

 

stundum

ljúfust mynda

er þú svífur að án fyrirvara

með blíðum vörum

 

hefur snöggt

snortið vanga minn

með léttleikandi

hönd á öxl

 

ég sitjandi yfir bók

annars heims

stundum

hljóðhvíld

 

einráður um hugsanir

á harðastökki

heimaríkar í skelinni

 

hendur þínar og orð fjarri

hljóðhvíld sem keisaraskurður

tvíbura tveggja lífstíða

 

hendur þeirra og orð

vitund nær

í dáranna bát

 

himinleikandi óður

um samveru

 

sköpunarþrá

á dárabát

veruleika

margfyllt tóm

 

föt saga dót

aftur

frá hel

 

anda ég

ekki

af sköpunarþrá

 

glerbrot

feluleikur

á holund

 

erindi

leikvera

hlutverk

skafl

tala í kross

sjálfstæði

sællegt útlit

þú

ég

 

kom inn

er það með hér

 

bönd vindast

um rauðan kross

dáranna

 

í vari

í keflavík inni

dýrvitlaust veður

 

veðurhæð

saumavél

symbíósa

hvinur

þegar

hvinur þagnar

taka dáravinjar við

 

þegar

hamar fellur

stekkur órangúti

úr búð

 

þegar

nóttin fellur

hlý og björt

með draumblátt hár

og háleitar þorstlátar varir

fjölþreifna gómsæta fingur

varir

 

hlerar maður fólk

sem stasi rússar

vor í Prag

og krummaskuði

við blá sund

boddi

þau

voru úr rauf

langvíunnar

eggin með dröfnóttu skurninni

sem kitluðu tungur

bátsdáranna

 

barþjónninn telur að þrem

og þú kastar teningum

dýrkar upp svalblátt ljós

bindur lífstaug

yfir rússnesku ljósakrónuna

sparkar burt

kassalífi þínu

og fótur brotnar

 

ljósin þín eitt og átta

slokknuð þrjú

 

römm sannleikin taug

babel

flugvél

úr lófa dregin

að kaupsýsluhreiðrum

heimsins tvítyrndum

sáttargjörð guðs og hans manna

fyllir eldi göt

 

opið til níu

undir regnboga dára

er étur sjálfan sig

innan frá

 

í Babel rugluðust mál

þegar Kain drap Abel

sigldi hann í næstu borg

við harðleikinn ótta

 

vatnaliljur

unga skáldkonan

ástrík hjá einæru kirsuberjatré

minnist rístandi myrkurbrota

 

í þumalskrúfum

ekki vatnaliljur

 

snerting einn fingur

einn gómur

lostrauðar varir

 

bátur og orð

skella á fleti hafs

ár var elda

 

hvar varstu lóa

að rísa úr dáranna sæ

 

 

Hans

taldir þér trú

um regnblátt haf

léttskýjuð hvel í norðri

austan við mána og sól

stafir teinréttir fingur

 

Hans að vernda Grétu

í blómóðri turnspíru

farísea að brotna

æðir þögn sem haustveður

 

falla steinlauf

í sykurþögn

sem dárabát

 

hvaðan koma nornaaugun

hvaðan koma nornaaugun hans

úr ástleiknum eldi

 

Grapelli

hann Stephan gamli Grapelli

glímir ekki við elli

þótt bátur skelli

við hlunn

 

kannski tuttugu og fimm

heillandi fegurðarauki

þó ekki falleg

með gelað bítlahár

í gulköflóttri blússu

kragi út undir holhönd

svo leikrænt lík

æskuástinni

sem bauð mér á ball

 

með gemsa

sem þá var jafn óhugsandi

og að þiggja boðið

nostalgískur óttinn nú

máttugri en meyjan á móti

 

er æskuástin

gengur framhjá

þrjátíu árum eldri

ber aldurinn vel

ekki falleg minnir

á fiskinn í auga hinnar

skilvís á heimsins gang

 

fjöllin horfin

í kvöldsins rökkur

framandi vefur

endurtekinn

 

örlöglaus helför fær nóbel

búdapest lífsleikin

júðapest

 

dansmær

fíaskó dansmeyjar

að finna til smæðar

og fipast af hugsun

um annað á sviðinu

 

ekki beint vitandi

að hugsun er í tíma

og rúmi einu

samt eiginlega hvergi

 

líkamans nær vera

óumdeilanleg

óumræðileg

 

fókusera út í þráhyggju

hugsa sér sjálfa sig

stóra einsog lítið barn

dreyma stórt

 

leggja heiminn undir

heimurinn hún sjálf

og sviðið stórt sem hugur

bátsins dára

 

guð er þá dauður

og mammon dansar með

í anda stanislavskís

svo ung

vorum svo ung svo ung

á undan lífinu

veginir ekki vinnandi

 

komst ekki upp heiðina

missti af þér

um skeið

sem lengdist heila ævi

sköp dára

 

þenja mörk

finna glufur

fylla

 

svo ung

 

 

svalbláir órans vængir

 

 

mær

sker mig

blinda mær

úr snöru

þagnar

og fossandi mynda

 

skjásíðar pjötlur

yfir vökulum greinum

órans vefmanna

 

bera bein

dauðir kennedíar

 

stafir

sólstafir svigna

bresta grátstafir

órans svalbláir

 

nítján nóttum fyrir krossmessu

hefjast nálar á loft

í styrkri hönd hjá Treblinka

 

Passíusálmum

og hymnum

svignandi

 

 

lilja

væta feigar varir

gefa sprautu’ án orða

ekki órans ég

og gul lilja

líður frá

 

í beinskyggðum heila

birtir eigi af degi

 

þykist einn

sný að vegg

umvafinn þögn

og svalbláu ljósi

 

 

kyrrð

fæðing úr myrkri

ekkert í líkingu við ljós

rifið í órans tætlur

 

standa grafkyrr

bærast ekki

hver hreyfir sig

 

á ný

á ný vitjar líf

 

ókyrrð

sitja kyrr

íhuga í ró

 

grafkyrr hönd

mjólkurhvít

logi í jaðri ljóss

 

sogar sársauki auglit

svalblár

burðarliður

rimlar

rimlar gluggans

brjóta mynd hans

bindi og hár í stíl

hönd í stakri rúðu

 

spegilmynd í tímagangi

víxlari í  bláum væntingasal

 

opnar dyr

á brotna hönd

um órans vængi

 

 

hvatberi

turnspíra

upp af órans sverði

formáli koss varir

gen raðast á hvatbera

 

læknuð órans kona

í svalbláu ljósi

tók einn tíma

kom heim er pabbi dó

 

grá kápa hylur

og sýnir

 

 

augu

þráin um borð velvængjuð

lyftan nemur staðar

 

líf líður

til hjarta

um opin augu

 

teinar grafnir í jörð

indómál handan heims

á puttanum um bandaríki

 

you say hey I say kay

 

Óli strákur er stelpa

mannshöfuð í röð á færibandi

öll skref órans talin

 

pasturslitlir furðuskuggar

vírusvarða hugarheimsins

 

 

lífhár

úr miðbiki

svalbláir órans strókar

lífhár í vöngum

úr blágráum steinum

bergvatnið tæra

 

myrkrið hefur mjóan ljá

mildan út í skjá

drífa hátt upp drottins orð

draga langt um storð

verður mjög um morð

verður mjög um sonar morð

 

skíraradóttir

úr mistri

sem hauðsins mæri

brúnt vænghaf

undir rauðum haddi

litstrend kona

 

ósúrrealísk lík

listakonu móður

 

sjálf María kannski

skíraradóttir frá Spáni

ekki þó skámáni

 

gular kinnar

órans vængir

jarðbrúnt nef

hafið upp

með ljósan brodd

 

 

óður

upp á hæggengt hjól

hoppar skíraradóttir

umvefja mig

órans vængir

hægum andvara

og skini sólar

þar sem háir hólar

og symbíósa um gotraufir

sveigja ljósastaura

úr afstæði sínu

sjóróðrar til fiskjar

um brælur og öldudali

einn samfelldur gleðinnar óður

 

 

dagatal

 

í vökunni

var þetta svefn

eina þyrnirósaröld

þráin eftir O

bláu blómi

um órans nætur

 

að ástfanginn

dragist nær O

er vessar velta fram

um fúla pytti

dagar taldir

 

blöðin mjallhvít á borði

fyrir virkan dag

svartur rammi

sem storknunarefni

afrifan flettir hvern dag

af draumi

um nýrauðan dag

í kóngabláum ramma

 

morgunsárið

sendir holdvísa strauma um heilahvolfin

í vistarverum stjákla verur

kviktré opna vota gröf

 

í svalbláu brjósti

hnappurinn hvellaumur

kastar fram stöku hljóði

og hvatanna kynusli

stígur í vitið

hann stígur í vitið

 

syndandi geirvörtur

þræddar á hringi vafurhvíta

í eyra afskorinn snípur

óransblóðlifur

 

í kóngabláum ramma með pensilstrokum

saumað fyrir með fornri svarbryddri nál

í höfðingjans höndum

ljóðnótt

 

ljóðnótt

ljáðu mér

kort hlutanna að ég fái greint

blárökkur

samhljóm

úr hrufluðum bláhnoðaþyt

 

bein línan þvert á móti

teygir sig um órans geim ef ég elti

skásker annars hin beinlínumiðin

stillist með réttum gleraugum

 

 

gyllingar

 

magadansmærin kreistir skvap sitt eggjandi

geislandi rauðskinna í nístandi norðanstrekking

kappklæddir karldansarar

sveifla órans logandi kyndlum

hring eftir hring eftir hring

tunguhljómbroddur dúllandi bedúína

hristist á ístaðinu stutta myrkurstund

á skammdegi ljóssins

 

í upphæðum

blóðórans logagyllingar

í háreistri turnspíru

um háloftin karlsvagn

í djöfulmóð

 

 

gloría

 

tundurskeytið gloría

missáir kjörnum um bilin

í svalblárri upplausnarmynd

 

sprengingin hún verður

djúpt í órans iðrum

þokandi mökkur

húsið stendur skakkt

veggir líta rétt út

ekki skrifað hér er eyða

 

kafbátur hristist bylgjur breiðast út

bergmálaðar úr djúpi sem leysitag

þrjú slög og þú ert úr

 

 

á listatúninu
 

 

á listatúninu

 

á brjóstum borið

líðandi straumur

í útfalli

blóðugur naflastrengur

skæri

 

undir hæl

flekkóttir

bananar

skrumstofan

 

á söndum

á eyðisöndum borgaranna

renni reið alvaldsskeiða

hvar er álfadrottning

 

óljósir drættir

sem landslag

 

upplýsingahraðbraut

þvottahús

stiginn tekur dans

brambolt í Grenada

 

skrumstofan

mergsýgur hungursneið

heim sagði Biafrabarn í strætó

leyf mér leiða þig

 

 

te

 

ekki nóg

þessi hreyfing

hljóð um nætur og daga

 

Poe skrapp á krá

með bandið hans Krapps

byrjaði aftur seinna

við dagsetur

með Edgari

 

fram og aftur

undirgöng dimm

hvelfing

grá sem te

 

 

sægreifar

 

álftir á nesi

jakar í lóni

hljóðanáma

 

úr æðum sögur

strönd

sem leirur túrhesta

 

stilla vatnsins tómblá

og græn í eintóna regnboga

 

vala fleytir kellingar

ristir hraðbátur 

og rifjar upp sögur

um sálir fordæmdra

er jakar

bresta á

 

landlausir hefðarríkir

sægreifar sagnahafsins

lögðu týliskort sín

yfir þessar slóðir

í sex mánaða myrkri

með dyr heljar í túnfætinum

rændir særðir pyntaðir lausir

 

hundar börnum dýrari

fyrirsætur tóku í plögg

ornuðu sér hjá kúnnum

ómagar klóruðu sér

 

forfeður

uppnumdir

nóttin fellur.jpg
sonnetta.jpg
nefið.jpg
hvinurinn.jpg
kyrr.jpg
gernuica.jpg
hreyfingar.jpg
rispur

 

uppskafspenninn

dregur með rispum

upp nýja mynd

 

úr þingvallavatni og öxará

gamla mynd

af blóðhöggnum ósýslunarmönnum

laga og konungs

 

neistaflug

undan skaflajárnuðum gæðingum

 

galdraðar töframeyjar

á óskafinni mynd

 

sá drátthagi

enn í litglöðu hrauni

falinn kjarrval

eldklerkur

 

klerkur með risahegra

yfir tjörn við fjall

molar líkneskju

 

krangalegur lampi um háls

úr steinblokk annar eldklerkur

kirkjutónn á eiði

sem í svörtu hrauni

abstrakt (bogi)

 

á striganum

stórir fletir og skarpir litir

markaðir skýrum línum

 

spanskgrænn kvöldhiminn

tær sem kristalsær

borgin myrk sett hvítum deplum

sem ljósmyndakorn frá öðrum hnetti

 

upp um gluggarifu

niður frá gulum strætó

breytum heimum punktur is

 

gangur undinn um póst

til flokkunar síðar

ekki nú

 

impressjónísk strik á stétt hverfa

í hafi fólks

 

á hálfmolnuðu þrepi

hússins á móti

síamskötturinn svartleiti

 

í kjötbúðinni tveir aflreyndir menn

með langt nef

hótun um allsherjarupplausn

hversdagslífs

 

og spurningin enn

um gildi andspænis lífinu

um forgang á genginni götu

sem hriflar mann upp úr þurru

 

í flæðarmáli

fuglinn í snörunni

 

bein lína vafin á óformrænt kefli

hnökrar hleypa upp hreinum flötum

sá guli enn um úfinn sjó

frjósöm kona á báru hyllt

 

útskornir gluggar hornhússins

kalla fram barokkska kappleika

áður en natúralískir boxarar

berjask með blóðgum knefum

án tanngarðshlífa

 

kjaftshöggvin rýni

í þorpinu heima

í aðfallinu hreinar línur

önnur sýning ekki þann dag

á pósthúsinu velglerjaða

spenntur bogi í mynd

 

á heimleið

smýgur hönd hans

í póstkassa

lykur þá fíngerðu

morkin krumla slímkennd

aðkippt lúka lukin

grafarlykt og ókennilegum

risaeðlukeim

 

 

flóðljós þrá

 

stangaðir fiskar

 

þrá þögn

með fallandi samhljóm

á tæpasta hljóð

 

í trjágöngum

eins hægt og hægt er

hæglát veiði í vatni

og stangaðir fiskar

 

á ofsaferð í lest um nótt

enda fjöll og borg og mold

undir laufslútum

 

 

flóðljós

 

úr grænu minningaflæmi

sækir að mér kyrr mynd

í flóðljósum strætum

 

nálin dregur dauða æð

með stökkvandi fiskum

 

nælonglitrandi nakin kona

hlykkjast úr þráðum

texta­tengslum

 

sjónþráð

 

andlit

kyrrt um stund

ókennilegt

 

sjónþráð

dóttir dræsugerð

hafmey

í mannhafi

 

fiskigengd

eitur í beinum

aftók móður

 

 

riddarinn

 

óðum

renna upp

nýir tímar

 

hrökkálar

í móravatni

vonarneisti

 

býður ekki í hug

mynd af ráðgefandi hesti

undir leikið á fiðlu

brennandi

þrá

 

 

dögurður

 

syngjum

áður dagur rís

og árið morguns

blæðir blítt

skjárinn dregur enga dul

 

meistara dögurður

mannvélaverund

 

ljósþráður

svanasöngur

með heiði

 

ást

 

í fljóðljósum

stórbrotin ást

óverjandi

upp í samskeytin

 

meistarahöndum

vafin

sem ljósþráð

fjöregg

 
maður.jpg