Xavier Grall: Söngur regns og grafar.

Ólöf Pétursdóttir þýddi úr frönsku

Mynd á kápu Örn Karlsson

126 bls.

Verð kr. 3.490.-

Panta Söng regns og grafar.

Garibaldi ehf hefur gefið út tvær bækur með bretónskum ljóðum sem Ólöf Pétursdóttir þýddi en hún skrifaði einnig formála að báðum bókunum.

Xavier Grall: Söngur regns og grafar, 2007

Bernez Tangi: Veðurvitinn, 2008.

Xavier Grall var bretónskur blaðamaður, rithöfundur og skáld. Hann fæddist 1930 á Bretaníuskaga og lést þar langt fyrir aldur fram 1981. Grall starfaði árum saman í París við blaðamennsku en fluttist aftur til Bretaníu árið 1973. Þar bjó hann á afskekktum bæ og skrifaði pistla fyrir hið virta dagblað Le Monde.

     Xavier Grall taldi sig hafa verið svikinn um föðurarf sinn þar sem honum, eins og öðrum Bretónum þess tíma, var meinað að tala bretónsku. Ljóðlist Gralls var uppgötvuð, ef svo má segja, að honum látnum og þykir hann nú einna

merkastur bretónskra skálda sem ritað hafa á frönsku. 

Harðbýl er sveit, sandhólar og regn
hér bjó ég mér ból
leitið, þið finnið mig ekki
hér er það, hér sem eðlur
kveikja líf í fornum bautasteinum
hér sem kviknar líf í mér
ég er goðsögunni jafnforn
tvö þúsund vetra að aldri
enginn þekkir mig


 Úr ljóðinu „Segið þeim það í borginni“.

 

 

Bernez Tangi (f. 1949) er skáld, málari, rokktónlistarmaður, heimshornaflakkari og Íslands­vinur. Hann var meðal stofnenda hljómsveitarinnar Storlok sem gerði garðinn frægan snemma á áttunda áratugnum með bretónsku rokki. Hann ritar á bretónsku en hefur þýtt mörg verka sinna á frönsku. Þá hefur hann löngum verið í broddi fylkingar í baráttunni fyrir réttindum bretónskumælandi minnihlutans á Bretaníuskaga.


Í titilljóði bókarinnar segir Tangi m.a.:

Mynd Gilles Pouliquen.

Ég nálgaðist
BLÁSTUNDINA
með sundurlausan líkama
með uppþornaðan safa hryggsúlunnar

og þrár mínar upplitaðar
af óteljandi lífsins skúrum

Bernez Tangi: Veðurvitinn

Ólöf Pétursdóttir þýddi úr bretónsku

Mynd á kápu Bernez Tangi

78 bls.

Verð kr. 3.290.-

Panta Veðurvitann.

 
Garibaldi
tölvupóstur/e-mail garibaldi@garibaldi.is
© Garibaldi 2021
iceland-flag-xl.jpg