Smásögur

Faðerni og fleiri sögur.  2015.

 

Efnisyfirlit

 

 

Glær

Að lesa ilm

Saltlögin

Uppgjafagunga

Himnastiginn

Prestsefnið

Sérherbergi

Það mælti mín móðir

Kistulagningin

Barn byggingameistarans

Kínverska stúlkan

Maldonado

Sá gamli Steff

Maðurinn í kjallaranum

Faðerni

Að varðveita barnið í sjálfum sér

Áhangandi Einars Benediktssonar

Hársbreidd

Salvör

Menn og málleysingjar

Broadway

Óbarinn biskup

Verð kr. 4.390.-

Panta Faðerni og fleiri sögur.

Faðerni og fleiri sögur er eina smásagnasafn Garibalda og kom út 2015.

 

Faðerni og fleiri sögur  inniheldur 22 smásögur um margvísleg efni, sumar raunsæislegar og aðrar nýstárlegar að gerð.

 

Sögusvið er t.d. sjórinn, fiskvinnsluþorp, Reykjavík, Kína, Sri Lanka, Vancouver og heimskautasvæðin sem Vilhjálmur Stefánsson kallaði undursamleg en hann kemur aðeins til tals í einni sögunni. Nokkrar sagnanna eru bréf, þar á meðal þrjú bréf frá Charles Darwin til Emmu frænku sinnar sem varð síðar eiginkona hans. Efniviður sagnanna er allt frá dauða barns til skilnaðar foreldra og samskipta eftir það, reynslu af leghálskrabbameini og áramótasprengingum til samskipta barnaníðings við ástarviðfang sitt og jafnvel kynferðislegt samband prests og dóttur hans.

Fjórar af fyrstu sögunum í safninu birtust í tímaritum á árunum 1988-1990 og þrjár á síðustu árum, en hinar eru óbirtar.

Helgi Örn Helgason gerði myndina framan á kápunni.

Til baka

 
Garibaldi  ehf
tölvupóstur garibaldi@garibaldi.is
© Garibaldi
iceland-flag-xl.jpg