Search

Nýr vefur í loftið


Myndin er tekin á Hesteyri og blasir Kistufell við í baksýn. Faðir Garibalda ólst upp á Hesteyri frá 10 ára aldri og gekk þar í barnaskóla. Garibaldi heimsótti Hesteyri með börnum sínum sumarið 2017.

14. septmeber 2019 opna Garibaldi ehf og Garðar Baldvinsson vefinn garibaldi.is sem er kynning á skáldinu og verkum hans en hann hefur tekið upp skáldanafnið Garibaldi.


Megináherslan er lögð á ljóð hans enda þau stærstur hluti af skáldskap hans. Birtast á þessum vef ljóð úr öllum bókum Garibalda á íslensku og þýðingu hans á úrvali ljóða úr bókum sem komu út á árunum 1997 til 2007.


Vorið 2019 hlaut Garibaldi styrk úr Höfundasjóði Rithöfundasambands Íslands fyrir handrit að ljóðabók sem væntanleg er síðla árs. Ekki er hægt að gefa strax upp titil bókarinnar eða efni en það verður gert þegar þar að kemur.


Garibaldi vinnur ennfremur að þýðingum á ljóðum eftir bandarísk blökkuskáld og á þessa dagana í samningaviðræðum við rétthafa í Bandaríkjunum. Þær ganga afskaplega vel og má eiga von á tíðindum á næstu vikum. Í þessari væntanlegu bók verða ljóð eftir 25 skáld, 13 karla og 12 konur. Ljóðin eru frá miðri 19. öld og allt til dagsins í dag en nýjasta ljóðið kom út árið 2017 og er eftir skáld sem hefur aðeins gefið út eina ljóðabók. Önnur skáld eru þekktari og eiga sér sum fastan sess í bandarískri bókmenntasögu. Titill verksins er núna Fuglar í búri og er áætlað að bókin komi út vorið 2020.

0 comments

Recent Posts

See All
 
Garibaldi  ehf
tölvupóstur garibaldi@garibaldi.is
© Garibaldi
iceland-flag-xl.jpg