Garibaldi

skáld, fræðimaður og þýðandi

fuglar í búri kápa 23.2. framhlið.jpg

Fuglar í búri. Ljóð eftir afrísk-bandarísk skáld

Þýðandi Garibaldi sem einnig valdi ljóðin.

Eftirmáli, skýringar og höfundakynningar eftir Garibalda.

Kápumynd: „Sankofa og Aya.“ Erna Marín Kvist Baldursdóttir.

203 bls.

 

Fuglar í búri geymir 68 ljóð eftir 31 afrísk-bandarísk skáld og eitt þjóðkvæði frá 19. öld. Skáldin eru 17 karlar og 14 konur. Elsta ljóðið er fyrsta ljóðið eftir skáld af afrískum uppruna sem birtist á prenti árið 1760 en það yngsta er frá árinu 2017. Skáldin í bókinni hafa flest verið í fremstu röð afrísk-bandarískra skálda og vakið athygli um allan heim.

 

Afrísk-bandarísk ljóðagerð geymir merkilega og fagra strauma frá munnmælasögum og listum Afríku, um sögur ánauðugra og frjálsra í leit að fyrirmyndum, um sögur baráttufólks fyrir mannréttindum og af ágreiningi um aðferðir, til samtíma okkar þar sem möguleikarnir virðast ótal margir. Fyrirmyndirnar eru illar og góðar, vísa réttan veg og rangan, skapa bjargræði frelsunarinnar en um leið kvöl og pínu krossberans. Umfram allt snúast ljóðin um að líf svartra skipti raunverulega máli.

„Stórmerkileg bók“

– Jórunn Sigurðardóttir í Orð um bækur á Rás 1, RÚV.

Panta eintak...

Úr skólaferðalagi með 6.E í Breiðagerðisskóla vorið 1967. Farið var að Skógafossi og Seljalandsfossi og hafði ég aldrei áður séð þau undur.

Myndin birtist árið 2005 þegar DV  valdi Garðar mann dagsins vegna baráttu hans fyrir réttindum feðra og barna, en hann var þá formaður Félags ábyrgra feðra sem nú heitir Félag um foreldrajafnrétti.

Garibaldi hefur gefið út 8 ljóðabækur, smásagnasafnið Faðerni og fleiri sögur og þýtt fjölda skáldsagna, smásagna og ljóða eftir fjölbreyttan hóp höfunda frá ýmsum löndum. Ennfremur hefur Garibaldi skrifað fræðigreinar og þýtt bæði greinar og heilar bækur eftir heimsþekkta fræðimenn. Auk þess hefur Garibaldi ritstýrt fjölda bóka, bæði fræðilegs eðlis og skáldskap, sem og tímaritum.

Myndin er tekin í febrúar 1986 í tilefni af málþingi um stöðu ljóðsins sem nemar í  bókmenntafræði við Háskóla Íslands héldu í Félagsstofnun stúdenta. Fjallað var um málþingið í Þjóðviljanum. Athygli vakti að ljóðið var borið í kistu úr salnum sem og að Einar Melax spurði Eystein Þorvaldsson út í stöðu ljóðsins með því að spila á píanó.

Myndin er tekin sumarið 1986 vegna viðtals í DV um ótta og fóbíur, en Jón Karl Helgason annaðist umfjöllunina. Myndin birtist þó ekki með viðtalinu.